Aung San Suu Kyi
Og baráttan fyrir lýðræði
í Búrma
eftir Jakob F. Ásgeirsson
Bókin kom út 2009, ég
eignaðist hana síðar og las hana 2012.
Hún segir sögu Aung San
Suu Kyi og baráttu hennar fyrir lýðræði í Burma eftir að herforingastjórn rænir
völdum þar. Hún er sett í stofufangelsi heima hjá sér og við fylgjumst með lífi
hennar. Hér segir stuttlega frá henni og Burma eins og fram kemur í bókinni.
Aung San Suu Kyi
Aung San fæddist í
Rangoon 19.6.1945, dóttir Aung San hershöfðingja og frelsishetju. Hún hefur nám
í stjórnmálafræði við háskólann í Nýju-Delhi 1962, flytur síðan til Englands og
lýkur BA prófi í PPE (heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði) frá Oxford
1967. Hún giftist Michael Aris 1.1.1972
og búa þau í Englandi, eignast 2 syni Alexander og Kim. Í mars 1988 flýgur hún
til Rangoon til að annast veika móður sína og sest að á University avenue 54. Í
september er Lýðræðishreyfingin stofnuð og verður hún leiðtogi hennar og eftir mikla
fundaherferð er hún sett í stofufangelsi 1989. Suu fær friðarverðlaun Nóbels
1991 og gefur út ritgerðina Frelsi frá ótta.
Burma
Burma (Myanmar) er í
suðaustur-Asíu við Bengal flóa og á landamæri við Indland, Kína, Bangladesh,
Laos og Tailand. Íbúar eru rúmlega 55 milljónir og um 60% lifa af landbúnaði.
Gullni þríhyrningurinn er á landamærum þess, Laos og Tailands.
Burma öðlaðist sjálfstæði
4.1.1948. En 1962 rænir hershöfðinginn Ne Win völdum og tveim árum síðar bannar
stjórnmálaflokka nema sínn eigin, Flokk hinnar sósíalísku áætlunar í Burma. Þann
8.8.1988 lætur herforingjastjórnin til skarar skríða gegn mótmælendum og murkar
úr þeim lífið. Suu birtir opið bréf og krefst frjálsra kosninga. Herlög eru
sett í landinu og nýtt herráð tekur við völdum SLORC. Kosningar fara síðan fram
27.5.1990 og Lýðræðishreyfingin vinnur 82% þingsæta en SLORC neitar að
viðurkenna úrslitin.