Gönguplan 2017
Ekki tókst að
gera betur en síðasta ár, sem þó var ætlunin. Má þó vel við una þegar
árangurinn er borinn saman við önnur ár. Gekk á 10 fjöll og fell, frá 100 m og upp
í 727 m, eða tæplega 3.700 m hæð samtals. Þetta er samt ekki nógu gott.
Ég tók þátt í
Lífshlaupinu og gekk í 18 daga af 21, tæpa 20 tíma samtals. Þá hef ég gengið
reglulega styttri göngur, ca 1-2 í viku a.m.k. klukkutíma í senn og þar af
nokkrar ferðir á Lágafell. Fór nokkrar hjólaferðir, en þær voru alltof fáar og
verð ég að gera betur á næsta ári í því.
Næsta ár er
ætlunin að halda sig við Mosfellsbæ og Hvalfjörð og reyna að kemba það svæði,
auk styttri ferða inn á hálendið. Þá er líka hugmyndin að fara nokkurra daga
ferðir á Vestfirði og Austfirði í fjallgöngur, en Austfirðir hafa orðið soldið
út undan.
Aðalatriðið er að
gera betur á næsta ári.
Árangur
·
sunnudag
17.12 - Húsadalur
Keyrt inn að
Hvamm og gengið þaðan inn Húsadal. Ætlunin var að ganga á Reykjaborg. Var hvítt
yfir en launhálka og sóttist ferðin hægt. Gekk inn að brú og gatnamótum
innarlega í dalnum og síðan til baka, hafa verið rúmir 4 km. Tók gangan um 2
tíma. Veður var gott að öðru leyti. Sjá myndir undir Photos
·
sunnudag
1.10 - Kaldakvísl
Gengið heiman frá
mér niður Skeiðholt að hesthúsum og síðan upp með Kaldakvísl. Farið framhjá
Tungufossi og undir þjóðveginn upp að gömlu brú, síðan aftur til baka framhjá
Tungufossi yfir göngubrú inn að Varmárskóla og heim. Tók gangan tæpa 2 tíma í
góðu veðri. Sjá myndir undir Photos og Waterfalls
·
sunnudag
17.9 - Einbúi (268m) Reykjafelli
Keyrt inn að
Dalsrétt Helgadal og gengið þar upp Gemlingagil að Einbúa, síðan þvert yfir
framhjá Beitarhúsum yfir að Torfdal og niður Torfdalsgil inn Helgadal að
Dalsrétt aftur. Tók gangan rúma 2 tíma í slöku veðri, lítið skyggni, lágskýjað,
einhver úði og nokkuð hvasst á toppi fellsins, hafa líklega verið rúmir 5 km.
Sjá myndir undir Photos.
·
miðvikudag
13.9 - Álafosskvos, Lýðheilsuganga FÍ
Gengið frá Álafosskvos
upp að Helgafelli og inn að Ásum. Síðan yfir þjóðveginn í Mosfellsdal og niður
með Kaldakvísl, yfir gamla brú á henni og framhjá Tungufossi, þar var gengið
inn með Varmá að Álafosskvos aftur. Tók gangan rúman 1 tíma í góðu veðri. Sjá
myndir undir Photos
·
laugardag
9.9 - Stórhóll (482) og Flatafell (436m) Grímannsfelli
Keyrt inn að
Bringum og lagt þar. Gengið að Helgufossi og síðan í suður með Köldukvísl, yfir
göngubrú og upp á fellið. Gengið á Stórhól og síðan eftir endilöngu fjallinu í
norður á Flatafell. Farið þar niður um Dalhóla inn í Helgadal, síðan að
Gljúfrasteini og fylgt Kaldakvísl þaðan að Bringum aftur. Tók gangan um 4 tíma,
líklega um 12 km, í þokkalegu veðri, smá gjóla og einhver úði. Sjá myndir undir
Photos.
·
laugardagur
12.8 - Gljúfurleitarfoss og Dynkur
Keyrði upp
Búðarháls og gekk fyrst niður að Gljúfurleitarfossi og tók sú ganga um 2 tíma,
keyrði síðan yfir að Dynk og gekk þar um og tók sú ganga rúman klukkutíma. Var
gott veður og meiri háttar að koma að þessum fossum. Sjá myndir undir Photos og
Waterfalls
·
föstudagur
4.8 - Dúfunefsfell (727m)
Dúfunefsfell er á
gatnamótunum að Hveravöllum þar sem norður og suðurleið mætast. Stendur frekar
einmana við norðurleiðina. Hljóp upp að
skoða útsýnið, þrátt fyrir skýaslæður og smá úða, og fékk mjög gott útsýni inn
á milli. Tók gangan um 1 tíma, Sjá myndir undir Photos
·
þriðjudag
1.8 - Esja Steinn (680m)
Gengið frá
Mógilsá upp að Steini á leiðinni upp en Rauðhóll og brúin á bakaleiðinni. Tók
gangan um 2,5 tíma í góðu veðri, Sjá myndir undir Photos
·
laugardagur
29.7 - Gljúfurleit
Keyrt inn
Gljúrleit og lagt við afleggjara sem ég taldi vera að fossinum. Gekk inn að
Gljúfurleitarfossi og aftur til baka, heldur lengri leið en þurfti. Tók gangan
um 3 tíma í góðu veðri en smá gustur. Sjá myndir undir Photos og Waterfalls
·
fimmtudag
29.6 - Kiðá
Keyrt inn að
Jafnaskarðsskóg við Hreðavatn og lagt þar sem vegurinn endaði. Genginn slóði
með vatninu inn að Kiðá, síðan upp með henni og yfir hæðina yfir að
Jafnaskarði. Gengin þar vegslóði til baka í norður og síðan tekin slóð í gegnum
skóginn og hitt nokkurn veginn á bílinn. Tók gangan tæpa 2 tíma í góðu veðri.
Sjá myndir undir Photos
·
sunnudagur
25.6 - Múlabrekkur (276m) og Staðarhnúkur (490m) Langavatn
Ég hafði keyrt
inn að Langavatni við Torfhvalastað og gekk þar aðeins um að skoða, gekk upp á Múlabrekkur,
smá hóll utan í Réttarmúla. Á bakaleiðinni stoppaði ég við Staðarhnúk og gekk á
toppinn. Þetta var létt ganga og gott útsýni yfir Borgarfjörðinn og nágrenni.
Tók gangan tæpa 2 tíma í góðu veðri. Sjá myndir undir Photos
·
laugardag
24.6 - Litli Múli (100m) Hreðavatn
Létt ganga frá
bústaðnum inn dalinn, gegnum þykkan gróður, og upp á lítið fell þar. Gott
útsýni yfir næsta nágrenni, en nokkuð þykkur gróður. Tók gangan tæpan klukkutíma
í góðu veðri. Sjá myndir undir Photos.
·
sunnudag
30.4 - hjólatúr Tungumela
Hjólað niður Skeiðholt og gegnum Tunguhverfi niður að Leirvogsá, upp með henni um Tungumela, en sneri við þar sem ekki var hægt að komast yfir Kaldakvísl. Fór gegnum hringtorgið inn í tunguhverfi og síðan upp að Helgafelli, til baka inn að Álafoss og Reykjalundi. Síðan til baka heim. Tók ferðin rúma 2 tíma í góðu veðri, voru þetta um 20 km. Sjá myndir undir Photos
·
sunnudag
9.4 - Þverfell (300m) og Reykjaborg (252m)
Keyrt inn að Syðri Reykjum og lagt þar, gengið inn Húsadal með Varmá inn að Bjarnarvatni, þaðan til baka upp á Þverfell og síðan að Borgarvatni og þá upp á Reykjaborg, þaðan niður Borgardal og inn að Syðri Reykjum aftur. Tók gangan um 2,5 tíma í góðu veðri, frekar þægilegt gönguveður. Sjá myndir undir Photos
·
miðvikudag
22.3 - Lágafell (123m)
Gengið niður að
Varmárskóla og síðan upp að KFC, yfir göngubrú þar og í gegnum krikahverfi upp
á topp Lágafells, síðan niður að Lágafellskirkju og gegnum göng við Olís, og
aftur heim. Fín kvöldganga sem tók rúman klukkutíma í björtu en svölu veðri,
smá strekkingur á toppi fjallsins. Sjá myndir undir Photos
·
sunnudag
5.3 - Strandganga Mosó
Genginn
göngustígur að Varmárskóla og þaðan stíg niður að fjöru, síðan með fjörunni að
golfvellinum, þaðan upp að Vesturlandsvegi og til baka heim gegnum miðbæinn. Tók
gangan um 1,5 tíma í góðu veðri, en þetta voru um 8 km. Sjá myndir undir Photos
·
sunnudag
5.2 - Elliðaárdalur
Gekk niður í
Elliðaárdal og skoðaði nýju brýrnar, sem voru á floti eins og margt annað á
leiðinni. Síðan upp að skíðabrekkunni í Ártúnsholti og upp að Höfðabakka. Tók
gangan tæpa 2 tíma í góðu veðri. Sjá myndir undir Photos
·
miðvikudag
1.2 til þriðjudag 21.2 - Lífshlaupið
Tók þátt í
lífshlaupinu og náði að ganga í 18 daga af 21. Þessa 18 daga gekk ég í 1185
mín. eða 19:45, sem er heldur styttra en í fyrra. Þá er bara að gera betur á
næsta ári
·
laugardag
7.1 - Hjallaflatir Heiðmörk
Keyrt inn að stóru bílaplani við Hjallaflatir. Gengið slóða inn með hlíðinni og svo upp brekku og suður eftir gangstíg, tók svo krók í austur að Gjárrétt og síðan til baka aftur að bílnum. Tók gangan rúma 2 tíma í döpru veðri, smá úði og skyggni dapurt á köflum. Sjá myndir undir Photos.