Gönguplan 2018
Finnst ég hafa verið
frekar slappur þetta ár, en þegar upp er staðið þá er þetta bara allt í lagi.
Gekk á 14 fjöll
og fell, frá 123m upp í 657m, eða rúmlega 4.000m samtals. Sem sagt mörg og
lítil. Náði fyrstu alvöru fjallgöngunni erlendis.
Ég tók þátt í
Lífshlaupinu og gekk 11 daga af 21, og náði 815 mín. sem gefa tæpar 40 mín á
dag þessa 21 daga, sem er lélegasti árangur frá upphafi. Verð að gera betur
næst. Fór nokkrar hjólaferðir en þær eru allt of fáar. Náði þó að hreyfa mig
eitthvað smávegis í næstum hverri viku með styttri gönguferðum.
Sjá má ákveðna
breytingu á þessu ári. Það er, fleiri lengri göngur um hóla og hæðir, án þess
að teljast fjallganga, og göngur að skoða fossa.
Það er breyting
sem mun aukast á nýju ári því ætlunin er að bæta við fleiri göngum inn dali og
gil til að finna hina og þessa fossa. Ætla samt líka að hafa fjallgöngur með.
Það eru nokkrir
dalir í Hvalfirði og Borgarfirði sem ég mun kanna, þá eru nokkrir fossar á
Ströndum sem þarf að skoða áður en þeir verða virkjaðir. Einnig eru nokkrir
dalir á Austfjörðum og svo er alltaf eitthvað inn á hálendi.
Árangur
·
sunnud
22.12 - Lágafell (123m) Mosó
Gengið niður
Skeiðholt að Varmá og yfir að Álafoss. Gengið gegnum skóginn að Reykjalundi og
síðan með Reykjavegi að hestaslóða upp á Skarhólamýri að Lágafelli. Gengið
eftir Svartaklett og þvert yfir Lágafell niður að kirkjunni og með fellinu
niður að Olís og heim. Tók gangan tæpa 2 tíma í góðu en svölu veðri. Sjá myndir
undir Photos
·
sunnud
11.11 - Hulduhóll (208m)
Keyrt inn Seljadal, lagt við grjótnám skammt frá hliði. Gengið gegnum grjótnámið, og á Kambhól, siðan inn Seljadal og inn að Nesseli. Gengið þaðan upp hlíðina og yfir girðingu áleiðis að Bjarnarvatni, beygt síðan þvert niður milli Hulduhóls og Stórhóls að bílnum. Tók gangan um 2,5 tíma í góðu veðri en frekar blaut jörð, sérstaklega í Nesseli. Sjá myndir undir Photos
·
laugard
27.10 - ganga
Gengið út Bogatanga, fram hjá Lágafellsskóla og niður að fjöru. Gengið með fjörunni yifr brú á Korpu yfir í Grafarvog. Gengið þar með fjörunni að Hlöðunni Grafarvogi. Tók gangan um 1,5 tíma og voru um 10 km í góðu veðri. Sjá myndir undir Photos
·
sunnud
30.9 - Æsustaðafjall (220m) og Reykjafell (273m)
Keyrt inn í
Mosfellsdal og inn með Helgafelli í Skammaskarð og lagt þar. Gengið spölkorn
upp veginn og farið síðan slóða upp á Æsustaðafjall. Gengið eftir þveru
fjallinu og yfir Vetrarmýri yfir að Einbúa á Reykjafelli. Síðan þvert yfir
Reykjafellið og niður í Skammadal og eftir honum til baka að bílnum. Tók gangan
tæpa 3 tíma og var líklega um 9 km, í góðu veðri. Sjá myndir undir Photos
·
miðvikud
19.9 - Skammidalur
Gengið niður
Skeiðholt að Varmá og Álafoss inn að Reykjalundi. Þar hófst ganga á vegum FÍ um
Skammadal. Gengið var frá Reykjalundi inn Skammadal og upp að Helgafelli, með
því til baka niður að álfhól og að Reykjalundi aftur. Gekk ég síðan að Álafossi
og gegnum Kjarna heim. Tók gangan tæpa 2 tíma í góðu veðri.
·
sunnud
16.9 - Reykjaborg (252m)
Sunnudagsganga á
Reykjaborg á Degi íslenskrar náttúru. Lagt af stað frá Syðri-Reykjum. Gengið
sem leið lá eftir götunni og inn Húsadal og beygt síðan inn að Reykjaborg og á
topp þess. Farið síðan vestur fyrir Reykjaborg og niður fyrir í nestispásu.
Haldið síðan áfram niður um Borgardal og síðan hestaslóða að bílastæði aftur.
Tók gangan rúma 2 tíma og voru rúmir 8 km í góðu veðri og góðum félagsskap. Sjá
myndir undir Photos
·
þriðjudag
4.9 - Hjólatúr
Hjólað niður
Skeiðholt og að Varmá, upp að Helgafelli, með því og inn með fjallinu inn að
Helgudal. Hjólað yfir göngubrú á Suðurá og út Helgadal að Laxnesi, til baka
Mosfellsdal og heim. Voru um 27 km og tók rúman 1 tíma.
·
miðvikudag 29.8 - Hjólatúr
Hjólað niður
Skeiðholt og undirgöng niður að Langatanga, út með nesinu og upp með Korpu að
Úlfarsfelli og með því heim. Voru um 13 km og tók rúmar 30 mín.
·
sunnud
19.8 - Hjólatúr Mosó í Borgartún
Hjólað frá Mosó
með Lágafelli og Úlfarsfelli, gegnum Grafarholt og inn með Rauðavatni og
Breiðholtsbraut að Elliðaám. Hjólað niður með ánni, undir Ártúnsbrekku og inn
Súðarvog, Vatnagarða og Sæbraut í Borgartún. Hjólaði ca. 25 km og tók ca. 2,5
tíma í góðu veðri. Sjá myndir undir Photos og Waterfalls
·
föstud
3.8 - Fellsá og Strútsá Suðurdal
Keyrt inn að
Sturluflöt í Suðurdal Fljótsdal og lagt þar. Gengið inn með Kelduá, síðan með
Fellsá og loks inn Strútsgil að Strútsfossi. Farið síðan sömu leið til baka.
Tók gangan rúma 2 tíma í góðu veðri. Sjá myndir undir Photos og Waterfalls
·
þriðjud
31.7 - Geitafellsbjörg Hoffellsjökull
Keyrt inn að
Húsbergi við Hoffellsjökul. Gengið þaðan eftir stig upp á Geitafellsbjörg og
eftir þeim endilöngum inn að jökli. Farið þar niður í gil og gengið það til
baka síðan aftur yfir háls til baka að bílnum. Tók gangan um 2,5 tíma í mjög
góðu veðri. Sjá myndir undir Photos
·
föstud
27.7 - Blikdalur
Keyrt inn að
mynni Hvalfjarðar og inn á gamla malarveginn. Gengið inn í mynni Blikdals og
farið aðeins niður fyrir að Blikdalsánni. Fylgdi síðan ánni inn dalinn, líklega
farið inn 2/3 dalsins, sneri þá við og fór slóða til baka. Tók gangan um 4 tíma
í allt of góðu veðri, hlýtt og mikið mý þegar innar dró. Sjá myndir undir
Photos og Waterfalls
·
sunnud
24.6 - Langagil (~500m) Hamarsfirði
Keyrt inn
Hamarsfjörð að Einstigsfossi og lagt þar. Gengið upp með Langagili og
Langagilsá, í átt að Mótungutind (~1100m). Hef farið í ca. 500m hæð. Fór síðan
svipaða leið niður til baka. Tók gangan rúma 2 tíma í mjög góðu veðri. Sjá
myndir undir Photos og Waterfalls
·
sunnud
24.6 - Búlandsdalur
Keyrt inn
Búlandsdal að göngubrú innarlega í dalnum. Gengið inn með Búlandsá og teknar
myndir. Síðan til baka að bílnum. Tók gangan um 2 tíma. Sjá myndir undir Photos
og Waterfalls
·
sunnud
3.6 - Mosfell (276m)
Keyrt inn að
Mosfellskirkju og lagt þar. Gengið beint upp en beygt fljótlega til vesturs og
gengið suður fyrir fjallið að vesturhorni þess. Gengið þar á ská upp fjallið
alla leið á topp. Fór síðan beint í austur og síðan í suður beint niður. Tók
gangan um 1,5 tíma og voru 3,7 km í góðu veðri. Sjá myndir undir Photos
·
mánud
14.5 - Place fell (657m), Lake district UK
Keyrt inn að
Patterdale við Ullswater og tekin bátur þaðan til Howtown. Þar var gengið út
fyrir Hallin fell, með ströndinni að Sandwick. Fórum þá milli fjallanna og inn
dal að Beckside farm. Þar var beygt og tekin sneiðingur upp fjallið og síðan
eftir því endilöngu á topp. Síðan niður í dal milli fjalla og sneiðingur til
baka niður í Patterdale. Tók gangan tæpa 5 tíma í alltof góðu veðri, yfir 20
stig og nánast logn alla leið. Gaman að sjá hvað allt var vel merkt og slóðar
allir greinilegir. Sjá myndir undir Photos.
·
sunnud
22.4 - Lágafell (123m) Mosó
Gengið niður
Skeiðholt að Varmá og yfir að Álafoss. Gengið gegnum skóginn að Reykjalundi og
síðan með Reykjavegi að hestaslóða upp á Skarhólamýri að Lágafelli. Gengið
eftir Svartaklett og síðan á báða toppa Lágafells, þá niður að kirkjunni og með
fellinu niður að Olís og heim. Tók gangan tæpa 2 tíma í góðu veðri. Sjá myndir
undir Photos
·
sunnud
15.4 - Búrfell (179m) og Búrfellsgjá
Keyrt inn í
Heiðmörk og lagt við austurenda Vífilsstaðahlíðar. Gengið þaðan stíg beint í
austur að upplýsingaskilti um Búrfellsgjá upp á hæð. Farið niður í gjánna, komið
fyrst að Gjárrétt, og fylgt síðan slóða inn búrfellsgjá, og upp á gíg Búrfells
og síðan sömu leið til baka. Tók gangan um 2 tíma og hafa verið tæpir 8 km í
mildu og röku veðri. Sjá myndir undir Photos
·
skírdag
29.3 - Sandfell (415m) og Múli við Miðdal Kjós, FaF
Keyrt inn að
suðurenda Eyrarfjalls og lagt þar, en vegurinn var full mjúkur svo ég fór að
suðaustur enda fjallsins á móts við Eilífsdal. Gekk þar upp Múla og á topp
Sandfells (415m) sem er aðeins lægri en Eyrarfjall. Gekk síðan niður Sandfell
og gilið milli þess og Múla, fylgdi lækjarsprænu hluta leiðar, að bílnum aftur.
Tók gangan um 2,5 tíma og var um 7 km. Gott útsýni til allra átta í fínu veðri.
Sjá myndir undir Photos
·
laugard
24.3 - Kaldakvísl
Gengið niður Skeiðholt og niður að göngubrú yfir Varmá. Beygt til norðurs að Kaldakvísl, farið yfir göngubrú og gengið upp með Kaldakvísl. Farið undir brú og yfir gömlu brúna á Kaldakvísl. Gengið upp að og meðfram Helgafelli niður að Álafoss, síðan undir Vesturlandsveg og upp í Kjarna og heim. Tók gangan um 1,5 tíma í góðu veðri. Sjá myndir undir Photos
·
föstud
9.3 - Mosfell (276m)
Keyrt upp að
Mosfellskirkju og lagt þar. Gengið beint upp í norður og síðan í vestur upp á
topp. Farið síðan niður smám saman og í austur átt. Tók gangan tæpa 2 tíma og
hefur verið um 3,7 km í björtu veðri en smá strekkingur á topp. Sjá myndir
undir Photos
·
laugard
3.3 - Fossárdalur, Skálafell (~320m)
Keyrt inn að
Fossá og lagt á bílastæði við Sjávarfoss. Gengið gegnum skóginn upp á
vegarslóða og fylgt honum með ánni upp á heiði. Fór í ca. 300 m hæð. Síðan sama
leið til baka aftur. Gengið að Sjávarfossi og réttinni í lokin. Gott útsýni
yfir fremur svalt en stillt og gott veður. Tók gangan um 2,5 tíma og var um 8,5
km. Sjá myndir undir Photos.
·
laugard
24.2 - Varmá
Gengið niður
Þverholt og niður að Leiruvog. Farið gegnum hesthúsahverfið og gengið upp með
Varmá austur fyrir íþróttasvæði og undir Vesturlandsveg, gegnum Teiga og Krika
hverfi og yfir gögnubrúna að Krónunni. Og aftur heim. Tók gangan um 1,5 tíma og
voru um 6 km í góðu veðri en smá hálkublettir. Sjá myndir undir Photos
·
miðvikud
31.1 til þriðjud 20.2 - Lífshlaupið
Ég tók þátt á
Lífshlaupinu og ætlaði að ná yfir klukkutíma á dag að meðaltali. Það gekk ekki
og er þetta lélegasti árangur frá upphafi. Ég gekk 11 daga af 21, og náði 815
mín. eða 13:35 sem gefa tæpar 40 mín á þessa 21 daga. Veðrið var svo sem ekki
til að hrópa húrra fyrir, ýmist stórhríð eða úrhelli og nánast stöðugt rok, en
einhvern veginn kláruðust bara dagarnir án þess að maður kæmist í göngu. Ég
verð að gera betur á næsta ári.
·
laugard
17.2 - Kaldakvísl
Hluti af lífshlaupi. Gengið niður Skeiðholt og gegnum Varmársvæði, yfir göngubrú þar og síðan yfir að Leirvogstungu. Gengið þaðan upp með Kaldakvísl, undir nýju brúna og yfir gömlu brúnna, upp að Helgafelli. Farið framhjá Álafossi og inn að Kjarna og síðan heim. Tók gangan rúma 2 tíma og hefur verið rúmir 8 km. Var sæmilegt veður, smá gjóla en bjart, frekar mikill snjór upp með Kaldakvísl og þungt að ganga á kafla. Sjá myndir undir Photos
·
miðvikud
14.2 - fjöruganga
Hluti af Lífshlaupi. Gengið niður Skeiðholt og undirgöngin niður að fjörustíg, framhjá fuglaskoðunarhúsi og út að gólfskála, snúið við þar og gengið Álfatangi að mestu til baka. Tók gangan tæpa 2 tíma í sæmilegu veðri, smá gustur á leiðinni og smá frost. Sjá myndir undir Photos
·
sunnud
28.1 - Mosfellsbær í Mjódd
Gengið úr Mosfellsbæ eftir Bogatanga og síðan undirgöng yfir að og með Úlfarsfelli. Gegnið framhjá Bauhaus og inn Grafarholt. farið Jónsgeisla yfir að gólfvelli, þaðan að moggahúsi, gegnum Árbæ og síðan Elliðaárdal að Höfðabakkabrú. Farið þar yfir og inn í Mjódd. Tók gangan um 3 tíma og var um 20 km, gott veður, um frostmark og frekar bjart, göngufæri gott en launhálka sums staðar, sérstaklega í Grafarholti. Sjá myndir undir Photos
·
laugard
20.1 - Æsustaðafjall Mos (220m)
Keyrt inn
Helgadal og farið vestan megin inn að bílastæði. Gengin stuttur spotti eftir
veginum og siðan inn Gemlingagil og þá Vetrarmýri langleiðina á topp, vantaði
nokkra metra hækkun upp á, en þar mætti mér stíf norðanátt á toppi fjallsins,
svo ég sneri við. Var færið nokkuð gott, frekar mikill snjór á kafla, en
greinilega flughált sums staðar undir snjónum. Tók gangan rúman klukkutíma í
góðu veðri nema á toppi. Sjá myndir undir Photos
·
laugard
13.1 - Kaldakvísl
Gengið heiman frá
mér niður að hesthúsum, þaðan upp með Kaldakvísl og síðan gamlan veg upp að
Helgafelli. Gengið niður að Álafoss og síðan undir brúna upp að Kjarna og heim.
Tók gangan tæpa 2 tíma og hafa verið um 8 km í sæmilegu veðri, kom smá snjókoma
og úði á leiðinni, nokkrar gráður í plús og frekar blautt að ganga. Sjá myndir
undir Photos.