Greinasafn - Upphaf
Nú er ákveðin þróun á vefnum að eiga sér stað. Þróun sem lífgar þennan vef örlítið við. Þróun sem veldur vonandi einhverri gagnrýni og umræðum.
Eins og taka má eftir hér á þessum vef þá hef ég smá áhuga á stjórnmálum og hef tekið þátt í kosningastarfi og umræðum. Núna héf ég ákveðið að verða duglegri í að koma skoðunum mínum á framfæri og birta nokkrar greinar hérna og jafnvel í blöðum líka.
Þetta verður ekki eins og bloggsíða þar sem eitthvað er skrifað dags daglega og rausað um daglegt líf sem enginn hefur áhuga á að lesa. Nei, frekar mun hér endrum og sinnum birtast grein sem vonandi veldur einhverjum umræðum og jafnvel deilum :) þar sem ég tel mig ekki hafa mjög hefðbundnar skoðanir á málum almennt séð.
Þetta eru ýmsar hugmyndir og gagnrýni sem hefur verið að krauma í mér gegnum árin. Og fjalla um ýmislegt, stjórnmál og umferðarmál og ýmis mál sem fara hátt í þjóðfélaginu og önnur sem minna eru rædd.
Bara það sem mér dettur í hug að skrifa um.
Kristján Hreinsson