Kreppuhagfræði

Aftur til kreppuhagfræði: Krísan 2008 eftir Paul Krugman, kom út hér á landi 2009.

The return of depression economics and the crisis of 2008 á enska tungu.

Bók sem ég keypti 2009/10 og las þá.

Fer yfir ýmsar þær krísur sem komið hafa í ýmsum heimshlutum og reynir að útskýra þær. Skemmtilegt að lesa eins og fram kemur í 5. kafla og bera saman við „Það varð hrun“-stjórnin sem gerði allt vitlaust og lengdi niðursveifluna. Þá er 8. kafli saga bankastarfsemi fræðandi. Forvitnilegt að sjá hversu oft menn gera sömu mistökin aftur.

1. kafli

Grunnvandinn hefur verið leystur

Robert Lucas 2003: Grunnvandinn við kreppuvarnir hefur í aðalatriðum verið leystur

Kína, Deng Xiaoping og kapitalisminn

Barnagæslusamfélagið

Þriðji heimurinn - óháð ríki vs. fátæk vanþróuð ríki

2. kafli

Viðvörun hunsuð: Krísan í Rómönsku-Ameríku

Mexíkó eftir 1980 til 1995

Argentína upp úr 1982

Tequilakrísan

3. kafli

Japan festist í gildru

Japan 1991 - 2003

4. kafli

Krísan í Asíu

Thailand 1990, 2. júlí 1997

Nálæg lönd, Suður-Kórea, Indónesia

Argentína 2002

5. kafli

Pólitísk spilling

 

John Maynard Keynes reyndi að skýra orsakir niðursveiflunnar 1930 sem riðstraumstruflanir, þ.e. að kapítalisminn væri ekki dauðadæmdur, að takmarkað inngrip væri allt sem þyrfti, gefa efnahagsvélinni start.

 

Þegar efnahagslægðir koma í Bandaríkjunum er þess vænst að Seðlabanki Bandaríkjanna lækki vexti til að örva efnahagslífið. Þess er einnig vænst að skattar verði lækkaðir til að ýta undir eyðslu.

Við væntum þess sannarlega ekki að efnahagslægðum sé mætt með því að hækka skatta, draga úr eyðslu og hækka vexti.

 

Þrjár tegundir myntfyrirkomulags, allar með sína galla:

o   Vera með sjálfstæða peningastefnu og láta gengið sveiflast að vild, flotgengi - kleift að berjast gegn efnahagslægðum en veldur mikilli óvissu fyrir atvinnulífið

o   festa verðgildi gengisins, fastgengisstefna - einfaldara fyrir atvinnulífið

o   viðhalda breytilegu gengi - gerlegt með eftirliti með fjármagnshreyfingum, eða höftum

 

Þjóðhagfræðingar vilja þrennt:

o   ákvörðunarrétt til að geta barist gegn efnahagslægðum og slegið á verðbólgu

o   stöðugt gengi til þess að fyrirtæki standi ekki frammi fyrir mikilli óvissu

o   frelsi í alþjóðaviðskiptum

Ekki hægt að verða við öllum þrem kröfunum!

 

Verðhrun á eignum getur valdið hruni banka sem áður voru traustir.

Niðursveifla, háir vextir og fallandi gengi geta leitt til þess að traust fyrirtæki verða gjaldþrota.

Ef til vill er það ekki svo góð hugmynd að kaupa þegar allir forða sér með hraði.

Sjálfseðjandi spákaupmennskuhlaup

 

Sumarið 1998 var kominn efnahagsleg niðursveifla og þá leituðu Brasilíumenn til AGS og gerðu áætlun sem átti að leiða til efnahagslegs stöðugleika. Þeir voru þá með nánast enga verðbólgu og niðursveiflu í efnahagslífinu. Áætlunin fól í sér hærri skatta, samdrátt í opinberum útgjöldum og áframhaldandi himinháir vextir. Þeir tóku upp stefnu sem tryggði að þeir lentu í djúpri efnahagslægð árið 1999.

 

Taka þátt í traustsleik. Vinna traust spákaupmanna!

Hrunið í Asíu. Hefði verið betra að láta gjaldmiðlana einfaldlega hrynja?

6. kafli

Drottnarar alheimsins

Vogunarsjóðir - Hedge funds, skortstaða og gnóttstaða

George Soros og Quantum sjóðurinn

Bretland 1992, of hátt gengi, ERM, flotgengi

Mahathir Mohamad Malasíu og samsæri vogunarsjóða

Hong Kong 1998 og árás á gjaldmiðil. Keyptu innlend hlutabréf, tap vogunarsjóða

Potemkinhagkerfið - Potemkintjöld

LTMC - Long term capital management

7. kafli

Verðbólur Greenspans

Gott gengi fjármálalífsins hafði lítið með peningastefnuna að gera

Nýting upplýsingatækni

Greenspan varaði við óhóflegri áfergju, en gerði aldrei neitt til að stemma stigu við henni

Útbreidd skoðun að verðbólga ykist ef atvinnuleysi færi undir um það bil 5,5%

Atvinnuleysi fór niður fyrir 4% en verðbólga lét ekki kræla á sér

Myndir bls. 127 og 128

Netbólan árið 2000, Ponzisvikamylla

Húsnæðisverðbóla, undirmálslán, skuldabréfavafningar - CDO með AAA flokkun

8. kafli

Bankastarfsemi í skugga

Saga bankastarfsemi, gullsmiðir, Seðlabanki Bandaríkjanna stofnaður 1913

Krísur: 1873, 1907 fjárvörslusjóðir, 1930, 1931 og 1933

Glass Steagall lög, tvenns konar bankar: viðskiptabankar og fjárfestingabankar

Skuggabankakerfi, uppboðsskuldabréf Lehman Brothers

Community reinvestment lög 1977, Fannie Mae & Freddi Mac, afnám Glass Steagall 1999

 

Krísan hefur snúist um áhættu fyrirtækja sem aldrei lutu neinum reglum

Tíðarandinn hafði horn í síðu reglna

9. kafli

Summan af óttanum

10. kafli

Aftur til kreppuhagfræði