Hefjum framkvæmdir við Miklubraut
Það er löngu komin tími á framkvæmdir við Miklubraut og gera hana þannig úr garði að umferð gangi viðstöðulaust frá Ártúnsbrekku og að Lækjargötu/Njarðargötu. Gatnakerfi borgarinnar á að útbúa þannig að hagstæðast sé fyrir þá sem um þau fara að fylgja stofnbrautum en ekki þvælast í gegnum íbúðahverfi.
Það er vonandi að gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fari nú að komast á framkvæmdastig, þau eru búin að vera á hold síðan R-listinn tók við, en nú er kominn tími á framkvæmdir. Öskjuhlíðargöng nýtast ekki að miklu leyti og þá eingöngu fyrir byggðir sunnan Reykjavíkur sem eiga leið í og úr miðbænum, en ekki fyrir sömu byggðir sem eiga leið t.d. í Borgartún-svæðið, sem er að verða aðal business svæði borgarinnar í dag.
Eina lausnin af einhverju viti sem hugsuð er til framtíðar við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er mislæg gatnamót. Og þá þannig útbúin að bæði Miklabraut og Kringlumýrarbraut hafi frítt flæði án ljósa.
Varðandi Miklubrautina þá eru 3 atriði sem þarf að leysa, þau eru í forgangsröð:
Fyrsta liðinn ætti að vera hægt að framkvæma strax í sumar áður en umferð eykst aftur næsta haust. Þá höfum við 1-2 ár í annan liðinn og svo önnur 2 ár í þriðja lið. Þ.a. um 2011 ættum við að geta keyrt viðstöðulaust úr Ártúnsbrekku og niður í miðbæ. Þá verður kannskið eitthvað varið í að flækjast í bæinn, þar sem maður veit að maður situr þar ekki fastur.
Lokum Lönguhlíð (vísað í úr 1. atriði, grein frá 4.5.07)
Það er löngu komin tími á að loka Lönguhlíð við Miklubraut. Það er alltof mikill tími og mengun sem fer til spillis þarna við gatnamótin af bílum sem eru stopp allan daginn.
Það yrði þá útfært þannig að einungis verði leyfðar hægri beygjur inn og út af Lönguhlíð við Miklubraut en ekki umferð yfir Miklubraut um Lönguhlíð. Einnig yrði lokað fyrir vinstri beygjur af Miklubraut inn Lönguhlíð.
Þarna eru undirgöng til staðar nú þegar, svo ekki er vandamál með gangandi vegfarendur, spurning að bæta kannski eitthvað aðgengi í göngin. Ég er samt nokkuð viss um að fólk í hlíðum kvartar og kveinar yfir þessari hugmynd. En eftir nokkurn tíma verður fólk ánægt með þetta þegar gegnumstreymis umferð minnkar töluvert.
Viðbót við 3. atriði
Eins og sjá má ef menn skoða þessa mynd, svona ca. fyrir aftan öftustu bílana hægra megin þarna. Þar væri þá keyrt inn í göng, með 3 akreinum í báðar áttir sem kæmu út aftur á móts við Kringluna. Við þessa breytingu yrðu gatnamót við Grensásveg og Háaleitisbraut létt yfirferðar.
Kristján Hreinsson