Peningar Græðgi og Guð

Hvers vegna kapítalisminn er lausnin en ekki vandamálið eftir Jay W. Richards

Kom fyrst út á ensku 2009, en hér á landi 2011.

Bók sem ég las 2012.

Blandar saman hagfræði og trúmálum á skemmtilegan hátt. Eignaréttur, frelsi einstaklingsins, stöðugleiki fjölskyldunnar og trú á að alheimurinn hafi tilgang eru meginstef bókarinnar.

Hér eru nokkur helstu atriði, sem vekur bara forvitni og hvetur til lesturs á bókinni.

Goðsagnir

1)     Nirvanagoðsögnin - stillir kapitalismanum upp sem andstæðu hugsjónar sem ekki er hægt að gera að veruleika fremur en sem andstæðu raunverulegra kosta

2)     Góðmennskugoðsögnin - einblínir á góðan ásetning fremur en þær afleiðingar gjörða okkar sem við sáum ekki fyrir

3)     Núllsummugoðsögnin - um að í viðskiptum sé hagnaður eins tap annars

4)     Efnishyggjugoðsögnin - um að auður sé ekki skapaður heldur fluttur frá einum til annars

5)     Græðgisgoðsögnin - um að græðgi sé kjarni kapitalisma

6)     Okurgoðsögnin - gengur út á að í sjálfu sér sé siðlaust að vinna með peninga eða að það að krefjast vaxta af lánsfé sé alltaf arðrán

7)     Listrænugoðsögnin - sem ruglar fagurfræðilegri dómgreind saman við hagfræðileg rök

8)     Stillimyndagoðsögnin - um að allt sé óumbreytanlegt; t.d. er gengið út frá því að mannfjölgunin muni halda áfram út í hið óendanlega eða talið að alltaf verði þörf fyrir þær náttúruauðlindir sem nú eru þekktar

Gjafaleikur

Kennari lætur 25 nemendur fá eina gjöf af handahófi. Síðan gefa nemendur einkun frá 1-10 og kennarinn reiknar heildarmat. Síðan er nemendum skipt í 5 hópa með 5 nemendum hver og þeir mega skipta innan hópsins. Heildarmatið hafði hækkað. Síðan mega nemendur skipta við hvern sem er í bekknum og aftur gefnar einkunnir. Nú hafði heildarmatið hækkað umtalsvert. Nokkrar lexíur má læra af þessu.

Lexía 1: Að skipta á vörum getur hækkað verðmætið, jafnvel á vörum sem ekkert hafa breyst

Lexía 2: Í frjálsum viðskiptum er yfirleitt best að viðskiptaaðilar séu sem flestir

Lexía 3: Í frjálsum viðskiptum græða allir

Lexía 4: Leikurinn er leikur þar sem allir sigra vegna reglnanna sem settar voru áður en hann hófst

Lexía 5: Skortur eða fágæti er nánast alltaf til staðar

Lexía 6: Tækifærin kosta

Lexía 7: Efnahagslegt virði er matsatriði

Fátækir Bandaríkjamenn

Samkvæmt rannsókn Manntalsstofnunar Bandaríkjanna er ýmislegt forvitnilegt um þá sem eru fátækir:

o   46% fátækra eiga húsin sem þeir búa í. Meðalhús fátækra er 3 svefnherbergi, 1,5 baðherbergi, bílskúr og verönd

o   76% fátækra eru með loftkælingu. Fyrir 30 árum voru 36% allra bandarískra heimila með loftkælingu

o   6% fátækra býr við þrengsli, 2/3 hafa 2 herbergi á mann

o   75% fátækra eiga bíl, 30% eiga 2 eða fleiri

o   97% eiga litasjónvarp, yfir 50% meira en 1

o   78% eiga video/dvd, 62% kapal/disk, 73% örbylgjuofn, 50% cd, 33% uppþvottavél

Þúsaldarherferðin

World vision og UN hafa bent á eftirfarandi atriði um fátækt:

o   1/3 dauðsfalla, um 18 milljón á ári, má rekja til fátæktar

o   meira en 10 milljón börn deyja árlega úr hungri og sjúkdómum sem má fyrirbyggja, jafngildir 30.000 á dag

o   meira en milljarður manna lifir á dollar/dag og nærri 50% jarðarbúa (2,8 milljarðar) á 2 dollarar/dag

o   600 milljónir barna búa við raunverulega fátækt

Talenturnar

dæmisagan um talenturnar, Matt 25.14-30. Geymir hagfræðilegan vísdóm. Fyrstu 2 hrósað fyrir að fjárfest, taka áhættu, en þriðji ávíttur fyrir að fara of varlega

Kapitalismi

Kapitalismi er hagkerfi með lögum og reglu og löggjöf um eignarrétt þar sem fólki er frjálst að skiptast á vörum og þjónustu. Kerfið ákvarðar ekki hvað fólk velur. Of margir gagnrýnendur rugla saman frjálsum markaði og lélegu vali fólks.

Við getum ekki vænst þess að hagkerfi, frjálst eða miðstýrt, geri fólk dygðum prýtt. Frjálst hagkerfi þarfnast ákveðinna dyggða, svo sem trausts og heiðarleika.

Neysluhyggjan er fjandsamleg kapitalisma a.m.k. til lengri tíma litið.

Stundum er skynsamlegt að versla í heimabyggð. En með því að ráðleggja öllum að versla í heimabyggð er litið framhjá grundvallarreglu hagfræðinnar.

Sökudólgurinn er ekki kapitalismi. Sökudólgurinn er alþjóðlega efnishyggjan sem hefur troðið sér inn í næstum hvern kima vestrænnar menningar, efnishyggja sem boðar að fegurð eigi sér engan stað í raunveruleikanum.

Auðlindir

Þegar Guð skapaði manninn sagði hann: „Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina, gerið ykkur hana undirgefna og ríkið yfir fiskum sjávarins og fuglum himinsins og öllum dýrum sem hrærast á jörðinni“. Þessi fyrirmæli rugla suma lesendur í ríminu. Lynn White skrifaði fræga grein í Science árið 1967 og kenndi þessari biblíusetningu um yfirráð mannsins um umhverfisvandamál.

Umhverfisvernd varð þá eins og Moore kallaði það „nýtt dulargerfi andkapitalisma“. Ef þið trúið mér ekki hlustið þá bara á málflutninginn og lausnirnar sem lagðar eru til. Í þeim felast alltaf meiri afskipti ríkisins og minna efnahagslegt frelsi.

Nokkrar spurningar um hlýnun jarðar. Er jörðin að hlýna? Ef jörðin er að hlýna stafar það þá af atferli mannsins? Ef jörðin er að hlýna af okkar völdum er það þá alslæmt? Ef jörðin er að hlýna af okkar völdum og það er slæmt skipta þá aðgerðirnar, sem lagðar eru til einhverju máli?

VHEMT - Voluntary human extinction movement. Hreyfing sjálfboðaliða um að útrýma manninum. Mun gera lífheimi jarðar kleift að snúa aftur í góðu ástandi. Þegar fólki fækkar dregur úr þrengslum og skorti á auðlindum.

Helsta auðlind mannsins er maðurinn sjálfur

Niðurstöður

Leiðir til að útrýma fátækt eða auðsköpun í 10 erfiðum skrefum

1)      Koma á og viðhalda lögum og reglu

2)      Beita lögsögu ríkisstjórnar til að viðhalda lögum og reglu og takmarka lögsögu hennar yfir hagkerfinu og stofnunum þjóðfélagsins

3)      Koma á formlegu eignaréttarkerfi með aðgengilegum og traustum leiðum til að fá afsal af eign

4)      Ýta undir efnahgslegt sjálfstæði; leyfa fólki að eiga viðskipti án íþyngjandi tolla, niðurgreiðslna, verðlagseftirlits, óþarfa reglusetningu né hemjandi innflytjendalöggjöf

5)      Ýta undir stöðugleika fjölskyldunnar, og annarra mikilvægra frjálsra stofnana

6)      Ýta undir trú á þann sannleika að alheimurinn hafi tilgang og sé skynsamlegur

7)      Ýta undir trú á réttu menningarlegu hefðirnar - stefnu til framtíðar; trú á að framfarir séu mögulegar, sparsemi og vilja til að bíða eftir ágóða, vilja til að taka áhættu, virðingu fyrir réttindum og eigum annarra, iðjusemi og ráðdeild

8)      Innræta réttan skilning á eðli auðs og örbirgðar; að auður sé skapaður, að frjáls viðskipti séu öllum í hag, að áhætta sé nauðsynleg fyrir frumkvöðla, að málamiðlanir séu óhjákvæmilegar

9)      Einbeitið ykkur að samkeppnisstyrk ykkar

10)  Leggið hart að ykkur

Bækur

o   Jim Wallis - Why the Right gets it wrong and the Left doesn‘t get it

o   Michael Parenti - Democracy for the few

o   Stéphane Courtois - Svartbók  kommúnismans

o   Gap minder - gapminder.org, skoða Gap minder world 2006

o   Bernard de Mandeville - Fable of the bees, ljóð um býflugur sem myndlíking fyrir enskt samfélag

o   Ayn Rand - The virtue of selfishness, græðgi er grunnurinn að frjálsu hagkerfi

o   Max Weber - The protestant ethic and the spirit of capitalism, kristin trú hjálpaði til við að búa til kapitalisma, kapitalismi ós upp úr hreintrúararmi kalvinisma

o   Rodney Stark - The victory of reason: How christianity led to freedom capitalism and western success, trú mótar örlög þjóðfélaga, pólitískt og efnahagslegt frelsi vesturlandabúa er kristinni hugmyndafræði að þakka. Vöxtur vesturlanda byggði á 4 grundvallarreglum skynseminnar:

o  trú kristinnar guðfræði á framfarir

o  trú á framfarir leiddi til tæknilegrar og skipulagslegrar nýsköpunar

o  á miðöldum komu fram ríki sem veittu skynseminni viðtöku og leyfðu þegnunum að njóta einstaklingsfrelsis

o  notkun skynsemi í viðskiptum leiddi til þróunar kapitalimsa

Ekki má einblína of mikið á skynsemina. Aðrir gyðinglegir og kristnir þættir lögðu einnig fram sinn skerf:

o  hugmyndin um að sköpunarverk Guðs er gott þrátt fyrir syndina

o  hugmyndin um að eignarréttur einstaklinga er af hinu góða

o  kristið siðferði í heild sinni

o  bjartsýni á framtíðina ýtti undir iðjusemi, nýsköpun og vantrú á sæluríki

o   Thorstein Veblen - The theory of the leisure class, sýnineysla, í nútíma þjóðfélagi eyðir ríkt fólk oft peningum einvörðungu til að sýna þjóðfélagsstöðu sína

o   Ludwig von Mises - The anti capitalist mentality, bóklærðir menn gera oft þau mistök að bera saman húsgögnin, listina, sem aðallinn safnaði á fyrri öldum,  við fjöldaframleiddu hlutina í dag

 

Orðtök

Kúnstin við hagfræði, er að líta ekki einvörðungu á skammtímaáhrif heldur langtímaáhrif sérhverrar stefnu; hún er að meta ekki aðeins afleiðingar stefnunnar fyrir einn tiltekinn hóp heldur fyrir alla hópa - hagfræðingurinn og blaðamaðurinn Henry Hazlitt

 

Steinöldin leið undir lok, en það var ekki vegna skorts á steinum. Olíuöldin mun líða undir lok, en ekki vegna skorts á olíu - Yamani Sjeik, stofnandi OPEC