Stefnuskrá KH
Fátækt er vöntun eða skortur á nauðsynlegum
auðlindum eða fjármunum. Auðlegð er ofgnótt slíkra auðlinda. Sérhver hindrun á
viðskiptum nauðsynlegra gæða er skaðleg. Þjóðfélagið er til fyrir einstaklingana, en einstaklingarnir ekki fyrir
það. Hagsmunir heildarinnar, heildin er ekki til sem slík einungis sem safn
einstaklinga, þess vegna skal miða við hag einstaklingsins. Ávinningsvon
einstaklingsins er hornsteinn atvinnulífsins og drifkraftur þjóðfélagsins.
Skattamál
·
Tekjuskattur
afnumin (og bætur með)
·
Útsvar
sveitarfélaga verði hámark 15% flatur skattur, ekkert lágmark
·
Virðisaukaskattur
verði ekki hærri en 15% og engar undanþágur
·
Þungaskattur
bifreiða verði afnuminn, eða settur inn í bensínverð ásamt lögboðnum
tryggingum, einstaklingar velji tryggingafélag og borgi annað aukalega (kasko)
Efnahagsmál
·
Taka
upp dollar sem gjaldmiðil
·
Einfalda
og lækka tolla, ekki fleiri en 5 tollflokka
·
Lækka
áfengisverð --> minni bruggun, minna smygl. Leyfð sala bjórs og léttra vína
í matvöruverslunum. Leyft verði að aulýsa áfengi eins og aðrar vörur
·
Eðlilegt
sé að sýna hagnað og skattheimta athuguð í því sambandi
·
Leyfa
fíkniefni í samvinnu við önnur lönd, selja t.d. í apótekum eða vínbúðum, hert
eftirlit ekki að skila árangri, fíkniefni flæða hömlulaust inn, nær að auka fræðslu
og fá gjöld af innflutningi, fækkun glæpa
Utanríkismál
·
Fleiri
milliríkjasamninga við t.d. lönd í Asíu og Afríku
·
Ekki
ganga í ESB, heldur samstarf við bæði ESB og NAFTA
Sjávarutvegsmál
·
Kvóti
verði seldur líkt og hlutabréf á frjálsum markaði
·
Laga kvótakerfis
til að auðvelda endurnýjun og nýliðun
Menningarmál
·
Afskipti
ríkis af menningarmálum á ekki að vera til
·
Rekstur
sinfoníuhljómsveitar, leikhúsa o.þ.u.l á ekki að vera á hendi ríkisins
·
RUV
verði selt
Samgöngumál
·
Árleg
skylda til bifreiðaskoðunar verði afnumin. Menn verði gerðir ábyrgir í tjóni ef
ökutæki áfátt. Eftirlit lögreglu með ástandi bíla í staðinn, klippt á staðnum
ef ökutæki mjög áfátt
·
Fækka
vinstribeygjum
·
Sundabraut
strax og mislæg gatnamót á Miklubraut/Kringlumýrarbraut og Breiðholtsbraut/Bústaðaveg
Stjórnsýsla
·
Ráðuneyti
eru í dag: Forsætis, Dóms og kirkjumála, Félagsmála, Fjármála, Heilbrigðis og
tryggingamála, Iðnaðar og viðskiptamála, Landbúnaðar, Menntamála, Samgöngu,
Sjávarútvegs, Umhverfis- ráðuneyti, samtals 14 í 11 ráðuneytum en ætti að vera:
o Forsætis-
o Fjármála-
o Atvinnumála- (Iðnaðar, Viðskipta, Landbúnaðar, Sjávarútvegs)
o Heilbrigðis-
o Utanríkis-
o Dómsmála-
o
Mannræktar-
(Mennta- Félags-, Kirkjumála- og Trygginga-)
o Landmál- (Samgöngu-, Umhverfismála-)
·
Ráðherrar
missi þingmannastöðu sína, en geta samt lagt fram mál, varamenn komi inn í
staðinn
·
Jafn
atkvæðisréttur óháð búsetu, og útstrikanir telji
· Almennt eftirlit eins og myndatökur við akstur, og á almennum svæðum í nafni öryggis verði bannað. Hvenær verður myndavélin komin inn í stofu að fylgjast með, hvað með varðveislu gagna úr myndatökum.
· Öll fyrirtæki í eigu ríkisins verði gerð að hlutafélagi, þar sem ríkið á allan hlut. Einn framkvæmdastjóri ber ábyrgð á rekstri þess, bæði skyldum og fjárhag. Það getur verið á föstum fjárlögum. En verður óháðara duttlungum stjórnmálamanna. Mögulegt verði að selja hluti á frjálsum markaði